-
Birna Dröfn Birgisdóttir posted an update 10 years, 1 month ago
Mjög góður hýðisgrjónaréttur
Innihald:
1 bolli hýðisgrjón
1/2 kúrbítur
2 vorlaukar
150 gr. spínat
1 tsk. kókosolía
Salt og pipar eftir smekk
1/2 dl. sólblómaolía
1 hvítlauksrif1 bolli hýðisgrjón soðin í um 30 min. í 2,5 bollum af vatni.
Kúrbítur steiktur á pönnu upp úr kókosolíu og kryddaður með salti og pipar. Kúrbíturinn er tekinn til hliðar. Þar á eftir er vorlaukurinn steiktur og svo spínatið.
Sólblómaolíunni blandað við marið hvítlauksrif og smá af góðu salti.
Grænmetinu og hýðisgrjónunum blandað saman og olíunni hellt yfir. Tilbúið :)
Virkilega góður réttur :)
Heimagerða hvítlauksolían setti punktinn yfir i-ið ;)