• Laugardags eggjagóðgæti

  4 egg
  2 msk möndlumjöl
  6 dropar karamellustevía
  2 tsk kókospálmsykur
  1 tsk kanill
  Smá salt
  2 tsk lucuma duft
  1 tsk vanilluduft

  Öllu blandað saman í skál.

  Góð olía til steikingar sett á ommulettupönnu, blöndunni skipt til helminga á pönnuna og hitað á vægum hita þar til eldað. Dökkt súkkulaði sett ofaná og pannan sett sa…[Read more]

 • Eggjahræran mikla (fyrir 2)

  Skera í bita litla tómata (kirsuberja/plómuberja) – kannski 8-10 stk.
  Skera í bita vorlauk – 3 stk.
  Skera spínat niður – “slatta” (bara eftir hentisemi).

  Hræra 4 egg saman – bæta við salti og pipari.

  Setja steikingarolíu á pönnu og byrja að hita upp.
  Setja sesamfræ á pönnuna.
  Hella eggjahrærunni á pönnuna.

  Setja hi…[Read more]

 • Bókhveitinúðlur

  Bókhveitinúðlur soðnar samkvæmt leiðbeiningum. Kúrbítur, vorlaukur og snjóbaunir skorið smátt og létt hitað á pönnu með túrmeriki, salti og pipar.

  Graskersolíu, mörðu hvítlauksrifi og salti blandað saman.

  Grænmeti og núðlum blandað saman í skál, olíu hellt yfir og skreitt með alfa alfa spírum og kasew hnetum.

 • Mjög góður hýðisgrjónaréttur

  Innihald:
  1 bolli hýðisgrjón
  1/2 kúrbítur
  2 vorlaukar
  150 gr. spínat
  1 tsk. kókosolía
  Salt og pipar eftir smekk
  1/2 dl. sólblómaolía
  1 hvítlauksrif

  1 bolli hýðisgrjón soðin í um 30 min. í 2,5 bollum af vatni.

  Kúrbítur steiktur á pönnu upp úr kókosolíu og kryddaður með salti og pipar. Kúrbíturinn er tekinn til…[Read more]

 • Guacamole

  2 lítil avocado
  5 kirsuberjatómatar
  1 hvítlauksrif
  Sítrónupipar
  Himalaya salt
  Smá Jamie Oliver krydd (chiliblanda)
  Hálft lime
  Smá hvítlaukskrydd
  1/5 rauðlaukur

  Öllu blandað saman og borðað með poppsnakki.

 • Choco-dilla

  2 tortilla pönnukökur (ég notaði spelt í þetta skiptið)
  Setja súkkulaðibita á eina pönnuköku (ég notaði 6 bita af Vollmilch Schokolade frá Rapunzel og 6 bita af Green & Black’s Organic Milk Chocolate með hnetum)
  Skera banana í sneiðar og setja á pönnukökuna (ég notaði ca. hálfan banana)
  Setja hina pönnukökuna ofan á og hita á pönnu -…[Read more]

 • Uppáhalds morgundrykkurinn minn

  2 lúkur spínat
  1 bolli frosinn mangó
  1- 2 msk. hörfræolía
  1 msk. manuka hunang
  Vatn

  Öllu blandað sama í blandara.