• Mexikóskur quinoa réttur

    Innihald:
    Quinoa
    1 stór rauðlaukur
    2 stór hvítlauksrif
    1 lime
    1 ferskt stórt avocado
    Pipar
    1 msk. tamarisósa
    1 krukkar hvítar baunir

    Aðferð:
    Quinoa soðið með grænmetiskrafti

    Rauðlaukur skorinn í bita, hvítlaukur pressaður og olíu helt á pönnu og laukar létt steiktir svo er tamarisósu og hvítum baunum bætt út á og létt…[Read more]

  • Quinoa risotto

    Quinoa soðið með grænmetiskrafti
    Aspass hitaður á pönnu með ghee, hvítlauksrifi og sítrónupipar
    Öllu blandað saman
    1/2 lífræn sítróna og börkur af sítrónunni rifinn út í
    Toppað með næringargeri

  • Mini pizzur

    Hrískökur
    Rautt pestó
    Tómatar
    Vorlaukur
    Geitaostur

    Hrískökur smurðar með pestói, ein sneið af geitaosti sett á hverja hrísköku, ásamt tómatsneiðum og niðurskornum vorlauk.

    Hrískökurnar eru svo bakaðar í 220°C ofni í 3-4 mínútur. Tilbúið :)

  • Chia-kakó grautur með ofnbökuðum eplum

    Möndlumjólk (heimagerð: 1 msk. möndlusmjör, 1/2 msk tahini, 1/2 tsk. vanilluduft, smá hrátt hunang og 400ml vatn sett í blandara)
    2 msk chia fræ
    1 1/2 msk hrátt kakó

    Öllu blandað saman í krukku og látið standa í smá stund, gott að búa til kvöldið áður.

    2 epli skorin smátt niður og sett í ofnbakað for…[Read more]

  • Gúrme hafragrautur

    1,5 bolli hafrar
    2msk hrátt kakó
    1,5 msk Lucuma duft
    1msk kókosolía
    1/2 tsk kardimommuduft
    1 tsk kanill
    1/2 bolli frosin jarðaber
    2 msk mórber
    1/2 tsk vanilludropar
    Vatn sem flýtur yfir

    Öllu blandað saman í potti, látið malla þar til grautur er þykkur og ber mjúk. Tadaaa, mjög góður grautur er tilbúinn :) gott að toppa með kakóbaunum.

  • Grænmetis-linsu-réttur

    2 dl. Hýðisgrjón soðin
    2 dl. Grænar linsur lagðar í bleyti í um klst og svo soðnar með kryddteningi
    1/2 agúrka skorin í litla bita
    Nokkur lauf af grænkáli rifin niður
    5 litlar gulrætur skornar í litla bita

    Öllu grænmeti blandað saman í skál, 1/2 sítróna kreist yfir, ólífuolíu helt yfir og saltað með góðu salti og nær…[Read more]

  • Góður hafragrautur

    Haframjöl
    Vatn
    Múskat
    Negulduft
    Kardimommuduft
    Kanill
    Vanilluduft
    Smá salt
    Kakónibbur
    Rúsínur
    Kókosmjöl

    Öllu blandað saman í potti og hitað saman, að lokum er frosnum bláberjum bætt út í.

  • Hampfræ salat

    Steinselja
    Smátómatar
    Smára og brokkolíspírur
    Hampfræ
    Lime safi
    Smá salt

    Öllu blandað saman í skál og þetta fína salat er tilbúið :)

  • Auðveldur chia grautur

    2 msk chia fræ
    1 1/2 dl vatn

    Sett saman í skál og látið bíða yfir nótt.

    Um morguninn er 2 msk af hampfræjum og 1 msk af hráu kakói bætt út í og einn banani skorinn í sneiðar og blandað með. Tilbúið :)

  • Rúgbrauð

    Ristað rúgbrauð, smurt með avocado, toppað með ferskri steinselju, salti, pipar og þurrkuðu ediki.

  • Eggjakaka (rétt samsett skv. Ayurveda fræðum)

    Quiona skolað og soðið með grænmetisteningi

    Kókosolía sett á pönnu
    1/2 kúrbítur skorinn í sneiðar og hitaður á vægum hita á pönnunni, létt saltað og piprað
    2 egg hrærð saman og þurrkuðum kóríander, smá pipar og túrmeriki bætt útí

    Eggjablöndu bætt á pönnu, quiona bætt ofaná og hitað á vægum hit…[Read more]

  • Ferskur drykkur

    Myntulauf
    Frosinn mangó
    Frosin jarðaber
    Lime, afhýtt
    Smá cayenna pipar
    Vatn

    Öllu blandað saman í blandara, hörfræolíu bætt útí og varlega blandað við.

  • Quinoa með grænmeti

    2 dl quinoa skolað og soðið með einum grænmetisteningi

    1/4 hvítkál
    5 gulrætur
    1 stórt hvítlauksrif
    1 laukur
    3 cm engifer

    Allt saxað smátt, olía til steikingar sett á pönnu og grænmetið hitað og salti og pipar bætt við. Sesamfræjum stráð yfir, quinoa bætt við, tamarisósu og ristaðri sesamolíu hellt yfir. Tilbúið :)

  • Laugardags eggjagóðgæti

    4 egg
    2 msk möndlumjöl
    6 dropar karamellustevía
    2 tsk kókospálmsykur
    1 tsk kanill
    Smá salt
    2 tsk lucuma duft
    1 tsk vanilluduft

    Öllu blandað saman í skál.

    Góð olía til steikingar sett á ommulettupönnu, blöndunni skipt til helminga á pönnuna og hitað á vægum hita þar til eldað. Dökkt súkkulaði sett ofaná og pannan sett sa…[Read more]

  • Nori vefja

    Steinselja, kóríander, brokkolí- og smáraspírur og grænkáll – rifið niður, skolað og sett ofaná nori þarablað, súrkál sett ofaná, Himalaja salti og tamari-sólblómafræjum stráð yfir og ristaðri sesamolíu helt yfir. Nori þarinn vafinn saman og vefjunnar notið :)

  • Kelpnúðluréttur

    Kelp núðlur skolaðar og lagðar í bleyti í smá stund

    Ristuð sesamolía
    Smá eplaedik
    Næringarger
    Hvítlauksduft (eða ferskur hvítlaukur)
    Engiferduft (eða ferskt engifer)
    Smá tamarisósa
    Gott salt
    Sesamfræ
    Búnt af ferskri steinselju

    Öllu blandað saman í skál, vatn tekið af núðlum og öllu blandað saman og notið.

  • Gott millimál

    Lífræn epli skorin í báta
    Möndlusmjör sett á bátana

  • Ferskur ís

    Tvær appelsínur afhýddar
    Bolli af frosnum bláberjum
    2 cm engifer

    Öllu blandað saman í blandara, blöndu helt á diska, fersk jarðaber skorin út á og þetta er tilbúið :)

  • Súkkulaðilúxus – Smoothie

    Avocado
    Hrátt kakó
    Hunang
    Lucuma duft
    Ashwagandha duft
    Chaga extract
    Smá salt
    Vatn
    Nokkur goji ber
    Kakó stevíudropar
    Möndlusmjör

    Öllu blandað saman í blandara og svo drukkið með bestu lyst :)

  • Ristað brauð með miðjarðarhafs-blöndu

    Glútenlaust brauð frá Brauðhúsinu ristað

    Graskerspestói, kapers, niðurskornum svörtum ólífum og smá tómatpúrru blandað saman í skál og svo sett ofaná brauðið.

  • Load More